Ég var Klukkaður í kvöld

Kaffisopa, despó og Despó félagi minn hún Heiða, sem brátt flytur yfir á Sjálandið var svo indæl að klukka mig í kvöld. Nú var ég að rembast við að vinna svo að þetta var gleðilegt klukk og helli ég mér bara í efnið:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

bæjarvinnan (fékk 33,39 krónur á tímann), malbik, mælingamaður og svo síðast en ekki síst glorified tech supporter í Friskvinnslunni.

4 kvikmyndir sem ég held upp á (litast doldið af recent glápi):

Sódóma Reykjavík, "Þvag, slátur og aðrar sorgir" (Ris og fall sláturfélag suðurlands), Shrek 4 og svo síðast en ekki síst "Engjaþykknið" (frásaga konu sem fæðist með mjólkuróþol).

4 Staðir sem ég hef búið á:

Kebbblaík, Wurmlingen, Odense og Reykjavík.

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar : Despó (já já), BlackAdder, Seinfeld og síðast en ekki síst Þingsjá þættirnir.

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg : mbl, visir, jobindex og svo síðast en ekki síst soccernet.com

4 matarkyns uppáhöld: Humar, andabringur, Jesú matur og síðast en ekki síst eitthvað dýr bakað í ofni á grænmetisbeði.

4 bækur sem ég les oft: Hitchhikers Guide to the Galaxy, Sálmabókin, Davíðsálmarnir og síðast en ekki síst Árbók Hjartaverndar.

4 staðir ég vildi helst vera á núna: Þórsmörk, Reykjavík, körfuboltavelli eða kannski í Róm.

4 manneskjur sem ég vil klukka : Helgi, Ásrún, Steini&Guðrún og svo tja það veit ég ekki...einhver fjórði.

JÆja lifið heil og Heiða takk fyrir klukkið.

kveðja,

A

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Ég hef einmitt alltaf haft hjartavinabókina á náttborðinu, en nú er illa farið fyrir henni, Helgi hellti kóki yfir hana svo ég get ekki lesið í henni! Bömmer. Hins vegar lít ég þess í stað í bankabækurnar þessa dagana, þær líta vægast sagt illa út og saga þeirra getur ekki annað en endað illa. Hverjum er um að kenna? Mér er spurn! Sekur eða saklaus í þessum bransa. Sekur ef þú ert með nokkra tugi milljóna í laun á mánuði og stendur ekki þína plikt, ekki satt? Ég væri til í að geta tekið að mér eitthvert starf og fengið fyrir það nokkra tugi milljóna án þess að gera nokkuð af viti, annað en að klúðra málunum. Stinga svo af með allt saman og planta mér á litlu eyjunni sem Hitler flutti á eftir síðari heimsstyrjöldina, man ómögulega hvað hún heitir, enda er hún leynieyja, svona eins og eyjurnar hjá vini mínum Bond, James Bond.
Jæja nóg af rugli. Varð að deila þessu með einhverjum með álíka sýrðan koll.
Kveðja úr sultunni,
Frú Addý.

Vinsælar færslur